Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 20:31 Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að rannsóknir hafi verið að benda til breyttrar kosningahegðunar kjósenda.Sífellt fleiri kjósi utan kjörfundar. Stöð 2 Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. Þetta sagði Hulda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði margt benta til þess að kjörsókn væri hærri núna heldur en hún hefur verið, í það minnsta 2020. Hún segir að ekki megi þó gleyma því hvað hafi einkennt kosningarnar þá – ekki hafi verið alvöru samkeppni á milli frambjóðanda og svo hafi ríkt heimsfaraldur. „Þannig að fólk hafði mótað aðra stemmningu í kringum kosningarnar þá. Það var mjög mikið um utankjörfundaratkvæði 2020. Fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Fólk vildi kannski ekki fara á kjörstað á kjördag. Þannig að að mörgu leyti er eðlilegra að bera þessar kosningar saman við 2016 þegar var meiri samkeppni og ekkert Covid. En við erum að sjá áþekka utankjörfundarkosningu núna og þá sýnist mér á þessum tölum. Það eitt og sér er áhugavert þar sem kosningarnar 2016 voru í lok júní þegar fólk er mikið farið burt í sumarfrí. Þannig að það að utankjörfundaratkvæðin eru svona mörg núna bendir til mikils áhuga á kosningunum og hárrar kjörsóknar. En reyndar – enn ein krúsídúllan – við höfum verið að sjá að utankjörfundaratkvæðum hefur verið að fjölga. Það er aðeins að breytast kosningahegðun hjá fólki,“ segir Hulda. Aðeins um spennuna, af því að hún er áþreifanleg. Maður þarf kannski að fara eitthvað aftur í tímann til að finna einhvern samanburð? „Já, ég held að við þurfum að fara allt aftur til 1980 þegar Vigdís var kjörin það var svona ofboðslega mjótt á munum. Við höfðum ekki svona margar skoðanakannanir þá og spennan ekki jafn mikil, út frá því. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að núna samkvæmt nýjustu kosningaspá Baldurs Héðinssonar – sem tekur allar kannanir, vegur þær og metur – þá eru Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar samkvæmt spánni. Það getur auðvitað ekki verið meira spennandi en það,“ segir Hulda. Það er oft sagt að hvert atkvæði skipti máli. Það er ekki alltaf satt en það er svolítill sannleikur í því núna? „Já, ég held að það hljóti að vera. Og sjáum að kjörsóknin getur skipt mjög miklu máli í þessu samhengi. Við sjáum á margræddum skoðanakönnunum að það er mjög ólíkur aldursprófíll á þeim sem segjast ætla að kjósa Katrínu og Höllu. Það eru meira eldri kjósendur sem segjast ætla að kjósa Katrínu. Yngri kjósendur segjast ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er yfirleitt þannig að yngra fólkið skilar sér síður á kjörstað. En ef við erum að sjá mikla kjörsókn þá gæti það verið góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur. En síðan er margt fleira í þessu. Núna þegar þeir myndast svona tveir turnar, þá vitum við ekki alveg hvernig fólk fer að bregðast við. Það getur alls konar dýnamík komið inn í þetta líka sem við höfum ekki séð fyrir og getum haldið áfram að tala um löngu eftir kjördag,“ segir Hulda. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta sagði Hulda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði margt benta til þess að kjörsókn væri hærri núna heldur en hún hefur verið, í það minnsta 2020. Hún segir að ekki megi þó gleyma því hvað hafi einkennt kosningarnar þá – ekki hafi verið alvöru samkeppni á milli frambjóðanda og svo hafi ríkt heimsfaraldur. „Þannig að fólk hafði mótað aðra stemmningu í kringum kosningarnar þá. Það var mjög mikið um utankjörfundaratkvæði 2020. Fólk vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. Fólk vildi kannski ekki fara á kjörstað á kjördag. Þannig að að mörgu leyti er eðlilegra að bera þessar kosningar saman við 2016 þegar var meiri samkeppni og ekkert Covid. En við erum að sjá áþekka utankjörfundarkosningu núna og þá sýnist mér á þessum tölum. Það eitt og sér er áhugavert þar sem kosningarnar 2016 voru í lok júní þegar fólk er mikið farið burt í sumarfrí. Þannig að það að utankjörfundaratkvæðin eru svona mörg núna bendir til mikils áhuga á kosningunum og hárrar kjörsóknar. En reyndar – enn ein krúsídúllan – við höfum verið að sjá að utankjörfundaratkvæðum hefur verið að fjölga. Það er aðeins að breytast kosningahegðun hjá fólki,“ segir Hulda. Aðeins um spennuna, af því að hún er áþreifanleg. Maður þarf kannski að fara eitthvað aftur í tímann til að finna einhvern samanburð? „Já, ég held að við þurfum að fara allt aftur til 1980 þegar Vigdís var kjörin það var svona ofboðslega mjótt á munum. Við höfðum ekki svona margar skoðanakannanir þá og spennan ekki jafn mikil, út frá því. En ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að núna samkvæmt nýjustu kosningaspá Baldurs Héðinssonar – sem tekur allar kannanir, vegur þær og metur – þá eru Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar samkvæmt spánni. Það getur auðvitað ekki verið meira spennandi en það,“ segir Hulda. Það er oft sagt að hvert atkvæði skipti máli. Það er ekki alltaf satt en það er svolítill sannleikur í því núna? „Já, ég held að það hljóti að vera. Og sjáum að kjörsóknin getur skipt mjög miklu máli í þessu samhengi. Við sjáum á margræddum skoðanakönnunum að það er mjög ólíkur aldursprófíll á þeim sem segjast ætla að kjósa Katrínu og Höllu. Það eru meira eldri kjósendur sem segjast ætla að kjósa Katrínu. Yngri kjósendur segjast ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er yfirleitt þannig að yngra fólkið skilar sér síður á kjörstað. En ef við erum að sjá mikla kjörsókn þá gæti það verið góðar fréttir fyrir Höllu Tómasdóttur. En síðan er margt fleira í þessu. Núna þegar þeir myndast svona tveir turnar, þá vitum við ekki alveg hvernig fólk fer að bregðast við. Það getur alls konar dýnamík komið inn í þetta líka sem við höfum ekki séð fyrir og getum haldið áfram að tala um löngu eftir kjördag,“ segir Hulda.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjaskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. 1. júní 2024 20:26
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06