Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júní 2024 21:33 Þorgerður ætlaði að kjósa í Vallaskóla á Selfossi Vísir/Vilhelm Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta. Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. Þórir segir að hann hafi heyrt af málinu í gegnum fjölmiðla og svo í gegnum símtal frá Þorgerði. Hann segist hafa rætt málið við kjörstjórn Árborgar. „Ég veit svosem ekki hvað hefur gerst. Það er auðvitað lögð rík áhersla á það við starfsfólk allra kjördæma að þau tryggi það að einstaklingar geri nægilega grein fyrir sér,“ sagði Þórir. Þorgerður sagði í gær að hún hafi í fjörutíu ár lagt leið sína á kjördag í öllum mögulegum kosningum í Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi. Hana rekur ekki minni til þess að hafa í fyrri kosningum þurft að sýna persónuskilríki, starfsfólk kjördeilda hafi alltaf þekkt hana. Sú var ekki raunin í gær, en þegar hún sýndi starfsfólki skilríki voru svörin á þá leið að hún væri búin að kjósa. Þórir segir að ekki liggi fyrir hvort eitthvað hafi gerst eða þá hvað. „Lögin segja að fólk þurfi að gera grein fyrir sér annað hvort með skilríkjum eða með þeim hætti sem kjörstjórn metur fullnægjandi.“ Ekki sé hægt að rekja með neinum hætti hvað hafi gerst. Hefði verið hægt að leyfa henni að kjósa fyrst þetta voru mistök? „Það er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu. Það stóð í öllum þremur eintökunum kjörskrárinnar að viðkomandi einstaklingur hefði mætt á kjörstað og kosið. Þá er auðvitað ekki hægt að heimila endurkosningu,“ sagði Þórir. Hann segir að málið fari ekkert lengra í bili, engin kæra sé komin fram. Hann segir að öll slík atvik og kvartanir séu notaðar til að læra og gera betur. Það verði gætt að því og ítrekað við fólk að það viðhefði vönduð vinnubrögð. Hann harmar atvikið og vill tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Auðvitað er það mjög leiðinlegt þegar svona atvik koma upp, en því miður höfum við ekki frekari skýringar en þetta.
Forsetakosningar 2024 Árborg Tengdar fréttir Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29