McGregor sendir frá sér yfirlýsingu Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2024 11:31 Conor McGregor, UFC bardagakappi Vísir/Getty Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfirlýsingu varðandi óvænta atburðarás sem varð til þess að blaðamannafundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bardagakvöldið var aflýst. Yfirlýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar. Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira
Líkt og við sögðum frá í gær birti UFC-sambandið yfirlýsingu þar sem að greint var frá því að fyrirhuguðum blaðamannafundi Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin, fyrir komandi bardaga þeirra á UFC 303 í Las Vegas, hefði verið aflýst. Yfirlýsing UFC sambandsins var loðin og vakti upp miklar getgátur varðandi ástæður þess að ekkert varð af fyrirhuguðum blaðamannafundi sem átti að fara fram seinna um daginn. Snerust spjótin þá kannski einna helst að Íranum skrautlega Conor McGregor, að hann væri ástæða þess að ekkert varð af blaðamannafundinum. Enn sem komið er mun ekkert hafa staðfest að McGregor eigi meginsök í þessu máli. Hins vegar hefur McGregor gefið út yfirlýsingu. Óhætt er að segja að hún sé, líkt og yfirlýsing UFC sambandsins, mjög loðin. Svari fáu. „Í samráði við UFC var hætt við blaðamannafundinn sökum nokkurra hindranna sem við höfðum ekki stjórn á,“ segir í yfirlýsingu McGregor. „Ég bið írska stuðningsmenn mína, sem og stuðningsmenn út um allan heim afsökunar á óþægindunum sem að þetta kann að valda. Ég kann að meta ástríðu ykkar og stuðning. Svo get ég ekki beðið eftir því að setja á svið sýningu í bardagabúrinu.“ In consultation with the UFC, todays press conference was cancelled due to a series of obstacles outside of our control. I apologize to my Irish fans, and fans around the world, for the inconvenience and appreciate all your passion and support. I can’t wait to put on the greatest…— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 3, 2024 Engin spurningum er svarað í yfirlýsingu Conor McGregor varðandi það afhverju blaðamannafundinum var aflýst. Það þykir þó nokkuð ljóst að honum var aflýst með afar skömmum fyrirvara. Því Dana White, forseti UFC sambandsins tjáði blaðamönnum það eftir bardagakvöld sambandsins í Newark að hann væri nú á leiðinni til Dublin. Þá var Michael Chandler, andstæðingur McGregor á UFC 303 einnig að undirbúa sig fyrir brottför til Dublin þegar að hann fékk veður af því að för hans þangað yrði óþörf. Chandler hefur sjálfur ekkert tjáð sig um málið. UFC 303 bardagakvöldið á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Sjá meira