Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 16:09 Ljósmyndin til vinstri er af hluta hópsins við Keflavíkurflugvöll en hin frá Öxnadalnum úr rútuferð hópsins. Ljósmynd/Samsett mynd Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“. Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“.
Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira