Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 10:14 Grímur segir algerlega óskiljanlegt að Vinstri græn séu í samkrulli við þá Birgi Þórarinsson og Ásmund Friðriksson, menn sem standa fyrir allt sem Vinstri græn segjast ekki vera um. vísir/vilhelm Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira