Borgarstjórinn tekinn í listflug á flugsýningu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2024 08:40 Einar Þorsteinsson, þá formaður borgarráðs, flaug í rafmagnsflugvélinni TF-KWH á flugsýningunni í fyrra. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, fer í listflug á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þetta verður meðal sýningaratriða á flugsýningu Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir milli klukkan 13 og 16. Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Flugstjórinn og listflugmaðurinn Snorri Bjarnvin Jónsson tekur borgarstjórann í listflugið á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, TF-BCX, sem smíðuð var árið 1982. Stór glerkúpull er yfir farþegaklefa flugvélarinnar þannig að Einar Þorsteinsson ætti að fá gott útsýni yfir borgina um leið og hann kútveltist í háloftunum. Áætlað er borgarstjórinn fari í loftið klukkan 14:20. Listflug á Yak 52, TF-BCX, á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Hafsteinn Snær Þorsteinsson Áhugamenn um glæsiþotur fá sinn skerf. Þannig er áætlað að Gulfstream einkaþota lendi í miðri sýningu. Farþegaþotur frá Icelandair munu fljúga lágt yfir flugbrautinni og vélar frá Play birtast einnig yfir borginni. „Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum,” segir á heimasíðu flugsýningarinnar en Icelandair er aðalstyrktaraðili og Isavia helsti samstarfsaðili. Auk grasrótarinnar sýna nokkrir af helstu flugrekendum landsins dæmi um flugkost sinn. Landhelgisgæslan sýnir þyrlur, flugmælingavél Isavia verður á ferðinni og þyrlur frá Norðurflugi og Heliair leika listir sínar. Svifvængjamenn á sýningunni í fyrrasumar.HAFSTEINN SNÆR ÞORSTEINSSON Fyrsta atriðið klukkan 13 verður sviffluga dregin á loft en einnig verður listflug á svifflugu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH flýgur, stuttflugbrautarflugtök og lendingar verða sýnd, svifvængir og fisflugvélar svífa yfir, kappflugmenn sýna kappflug dróna og stærsta dróna landsins verður flogið. Kannski verður magnaðasta atriði sýningarinnar þó flug listflugmannsins Luke Penners. Áætlað er að það hefjist klukkan 13:55 og standi í tólf mínútur. Sýningarsvæðið við Loftleiðahótelið verður opnað á hádegi klukkan 12. Aðgangur er ókeypis. Gestum er bent á bílastæði í kringum hótelið en einnig við Háskólann í Reykjavík og í Nauthólsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugsýningunni í fyrrasumar:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. 3. júní 2023 22:18