Pylsuvagninn á Selfossi er 40 ára í dag: Fríar pylsur og kók Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 12:15 Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Selfossi og næsta nágrenni þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir í dag því Pylsuvagninn býður upp á fríar pylsur og kók frá klukkan 14:00 til 16:00. Ástæðan er 40 ára afmæli pylsuvagnsins, sem hefur verið með um eitt þúsund starfsmenn í þessi 40 ára. Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Pylsuvagninn á Selfossi er einn af allra vinsælustu stöðunum á staðnum þegar kemur að því að fá sér eitthvað gott í gogginn. Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir, sem stofnaði vagninn fyrir 40 árum og Þórdís Sólmundardóttir hafa rekið vagnin saman síðustu ár. Starfsmennirnir eru 36 í dag, allt stelpur. „Pylsuvagninn hefur ekki rekið sig svona vel í 40 ár nema þökk sé starfsfólkinu mínu, það er bara yndislegt starfsfólk, við höfum verið svo heppin, þetta eru svo flottar stelpur allt,“ segir Ingunn alsæl með daginn. Um þúsund starfsmenn hafa unnið í Pylsuvagninum í þessi 40 ár, þar af bara þrír karlmenn en þeim var öllum sagt upp því þeir stóðu sig ekki í þrifum í vagninum. En það stendur mikið til í dag 9. júní í pylsuvagninum, sem er akkúrat 40 ára afmælisdagurinn. „Það verður 40 prósent afsláttur hérna allan daginn. Svo verðum við með fríar pylsur og kók úti við vagninn á milli 14:00 og 16:00 og gefa og BMX brós ætlar að sýna listir sínar,“ segir Þórdís.´ Mæðgurnar Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundardóttir, sem fagna 40 ára afmæli Pylsuvagnsins á Selfossi í dag, 9. júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það eru breytingar hjá mæðgunum því þær hafa ákveðið að selja Pylsuvagninn. „Já, við erum búnar að hugsa þetta lengi og við erum báðar rosalega sáttar og við erum alveg tilbúnar að láta þetta frá okkur og leyfa einhverjum öðrum að taka við,“ segir Þórdís. Ingunn, áttu ekki eftir að gráta í koddann þegar þú hættir hérna? „Nei, ég er orðin það gömul, þannig að ég ætla bara að fara að njóta núna eftir 40 ár.“ Pylsuvagninn er nú komin á sölu og það verður því spennandi að sjá hver eða hverjir verða nýir eigendur vagnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veitingastaðir Tímamót Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira