Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 10:20 Frikki er kominn aftur í partýgírinn. HLYNUR HÓLM/INSTAGRAM @FRIDRIKDOR Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér. „Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“ Tónlist Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“
Tónlist Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira