Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 13:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðum Europol. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. Í tilkynningu frá Europol kemur fram að aðgerðirnar hafi verið fordæmalausar og að lögð hefði verið áhersla á stöðva útgáfu og dreifingu áróðurs um hryðjuverk. Aðgerðirnar beindust sérstaklega að vefsíðum sem tengdust hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkinu. Fram kom á blaðamannafundi Europol í dag að á síðunum hafi verið að finna áróður auk þess sem samtökin nýttu þær til að safna liði og stunda róttæknihæningu [e. radicalization]. Þar voru einnig skipulagðar árásir og birtar handbækur. Aðgerðunum var stjórnað af spænsku lögreglunni en auk þeirra komu að aðgerðinni lögregla frá fjölda landa, svo sem Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Þýskaland, Moldóvu, Hollandi, Rúmeníu, Slókavíu, Úkraínu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á netþjónunum var að finna allskonar efni tengt hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og voru þeir notaðir til að dreifa efni um samtökin um allan heim. Þá var á síðunum að finna skilaboð um að hvetja til hryðjuverka á um 30 tungumálum. Vefsíðurnar og útvarpsstöðvarnar sem voru hýstar á netþjónunum voru aðgengilegar um allan heim. Í aðgerðinni var lagt hald á nokkur terabæt af gögnum. Aðgerðirnar voru skipulagðar og framkvæmdar í sameiningu af Eurojust og Europol. Fram kemur í tilkynningu frá Europol að aðgerðirnar séu hluti af stærri rannsókn. Europol hélt blaðamannafund um málið sem hægt er að horfa á hér að ofan. Hryðjuverkastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Í tilkynningu frá Europol kemur fram að aðgerðirnar hafi verið fordæmalausar og að lögð hefði verið áhersla á stöðva útgáfu og dreifingu áróðurs um hryðjuverk. Aðgerðirnar beindust sérstaklega að vefsíðum sem tengdust hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkinu. Fram kom á blaðamannafundi Europol í dag að á síðunum hafi verið að finna áróður auk þess sem samtökin nýttu þær til að safna liði og stunda róttæknihæningu [e. radicalization]. Þar voru einnig skipulagðar árásir og birtar handbækur. Aðgerðunum var stjórnað af spænsku lögreglunni en auk þeirra komu að aðgerðinni lögregla frá fjölda landa, svo sem Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Danmörku, Eistlandi, Frakklandi, Þýskaland, Moldóvu, Hollandi, Rúmeníu, Slókavíu, Úkraínu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á netþjónunum var að finna allskonar efni tengt hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu og voru þeir notaðir til að dreifa efni um samtökin um allan heim. Þá var á síðunum að finna skilaboð um að hvetja til hryðjuverka á um 30 tungumálum. Vefsíðurnar og útvarpsstöðvarnar sem voru hýstar á netþjónunum voru aðgengilegar um allan heim. Í aðgerðinni var lagt hald á nokkur terabæt af gögnum. Aðgerðirnar voru skipulagðar og framkvæmdar í sameiningu af Eurojust og Europol. Fram kemur í tilkynningu frá Europol að aðgerðirnar séu hluti af stærri rannsókn. Europol hélt blaðamannafund um málið sem hægt er að horfa á hér að ofan.
Hryðjuverkastarfsemi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira