Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 15:24 Arnarlax hefur fengið starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Þessar kvíar eru í Patreksfirði. Vísir/Einar Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira