Búðareigendur aðstoðuðu slökkviliðsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 11:50 Nokkið mikið vatn er á gólfum í Kringlunni. Vísir/Viktor Slökkvistarfi við Kringluna lauk í nótt eftir að eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkviliðsstjóri segir slökkvistarf hafa gengið vonum framar en tryggingarfélögin eru nú með vettvanginn. Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00
Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41
Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23