Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2024 21:31 Mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið í verslunum Kúltúr frá því á laugardag. Svona var umhorfs í Kúltur menn í dag. Vísir/Sigurjón Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag, Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Her manns var að störfum inni á lager Kúltúrverslananna í Kringlunni þegar fréttastofa leit þar við í dag. Kúltur er í eigu Svövu Johansen eiganda NTC en hennar verslanir fóru einna verst úti úr eldsvoðanum á laugardag. „Við erum að taka allt út í dag og á morgun, allar vörur og meta tjónið á þeim. Síðan er farið í að rífa niður bilin [verslunarrýmin] hérna, innréttingar og annað, og svo hefst bara uppbygging,“ segir Svava. „Ef þetta hefði ekki verið í plastkössum, og í plastpokum þar innan í, þá væri þetta eflaust allt ónýtt. En það lítur út fyrir að við getum bjargað þessu öllu,“ bætir hún við og bendir á stóran stafla af kössum sem búið er að bera af lagernum út á bílaplan. „Þetta er stærsta tjón sem við höfum nokkurn tímann [orðið fyrir]... fjórar af sex verslunum okkar inni í Kringlunni. Þetta er alveg svakalega mikið tjón og líka fyrir starfsfólkið okkar, þetta er svona þeirra annað heimili.“ Þrír dagar eru nú síðan bruninn varð og mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið. Það liggur nú samt enn mikil reykjarlykt yfir öllu, starfsmenn bera margir grímur fyrir vitum, og svo drýpur enn víða úr loftinu, eins og sýnt er í fréttinni hér fyrir ofan. Í áfalli en halda ótrauð áfram „Það er rosalega skrýtið að upplifa þetta, þetta er ofboðslega erfiður dagur, bara ofboðslega. Mikið sem við erum búin að vera að panta inn er bara ónýtt. Við erum bara í áfalli en við verðum að halda áfram, það er bara þannig,“ segir Þórður Úlfar Ragnarsson, verslunarstjóri í Kúltur menn. Við fylgjum Svövu loks út á gang, þar sem aðrar verslanir hennar Sautján og GS skór blasa við okkur, auk fleiri búða sem urðu fyrir miklu tjóni: Macland á annarri hæð og Sostrene grene á fyrstu hæð. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Hér er búið að vera að setja pappa fyrir í allan dag og það er búið að loka nánast öllum bilunum sem lentu í þessu mikla tjóni, bæði á annarri hæð og fyrstu, ég hef bara sjaldan séð Íslendinga vinna jafnhratt og við erum mjög glöð að finna að lyktin er eiginlega að fara,“ segir Svava. Tjónið nær til um tíu verslunarrýma, langstærstur hluti verslunarmiðstöðvarinnar slapp með skrekkinn, og stefnt er að því að Kringlan verði aftur opnuð almenningi á fimmtudag,
Slökkvilið Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Verslun Tengdar fréttir Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07 „Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38 „Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Kringlan lokuð til fimmtudags Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reitum og verslunarmiðstöðinni. Stefnt er að því að opna að nýju á fimmtudag. 17. júní 2024 18:07
„Þetta var bara eins og hryðjuverk“ Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. 16. júní 2024 21:38
„Þetta er stórtjón fyrir okkur“ Svava Johansen eigandi og forstjóri NTC sem rekur sex verslanir í Kringlunni, segir að staðan sé alls ekki góð í verslunum hennar. Um stórtjón sé að ræða í verslun hennar Gallerí sautján. 16. júní 2024 14:28