Strákarnir í Stúkunni ekki sammála um vítin í leik Vals og Víkings Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 10:01 Ingvar Jónsson fer hér í Guðmund Andra Tryggvason. Boltinn kom aldrei til Guðmundar en víti var dæmt. Vísir/Diego Valsmenn tóku stig af toppliði Víkings þökk sé tveimur umdeildum vítaspyrnum. Stúkan ræddi þessa tvo vítadóma í síðasta þætti sínum. Valur og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Valsmanna af miklu öryggi úr vítaspyrnum en átti að dæma þessi víti? Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni, Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason, fóru yfir þessa vítadóma. „Við getum sagt að þessi leikur hafi ráðist á vítaspyrnum. Það voru dæmdar tvær vítaspyrnur,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi fyrri vítadóminn sem var dæmdir fyrir brot Nikolaj Hansen á Valsmanninum Jónatani Inga Jónssyni. „Ívar Orri dómari gæti ekki verið á betri stað til þess að meta þetta. Það sýður þarna aðeins upp úr og menn eru að stugga við hverjum öðrum. Hvað segið þið samt um þennan dóm,“ spurði Guðmundur. „Varðandi atvikið sjálft og dóminn. Mér finnst Jónatan vera býsna heppinn að fá víti þarna. Fyrir mitt leyti þá gerir Niko Hansen ekkert rangt. Hann stígur fyrir hann og tekur boltann. Mér finnst hann ekki brjóta á Jónatani. Hann kemur sér í stöðu til að fara að leika boltanum og það er Jónatan sem sparkar aftan í hann,“ sagði Atli Viðar. „Ég er ósammála því,“ sagði Albert Brynjar. Þeir rökræddu þetta og sýndu líka þegar sparkað var í Nikolaj Hansen í vítateignum fyrr í leiknum en ekkert var dæmt þá. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um vítadóma í leik Vals og Vikings Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Valur og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í tíundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Valsmanna af miklu öryggi úr vítaspyrnum en átti að dæma þessi víti? Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni, Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason, fóru yfir þessa vítadóma. „Við getum sagt að þessi leikur hafi ráðist á vítaspyrnum. Það voru dæmdar tvær vítaspyrnur,“ sagði Guðmundur Benediktsson og sýndi fyrri vítadóminn sem var dæmdir fyrir brot Nikolaj Hansen á Valsmanninum Jónatani Inga Jónssyni. „Ívar Orri dómari gæti ekki verið á betri stað til þess að meta þetta. Það sýður þarna aðeins upp úr og menn eru að stugga við hverjum öðrum. Hvað segið þið samt um þennan dóm,“ spurði Guðmundur. „Varðandi atvikið sjálft og dóminn. Mér finnst Jónatan vera býsna heppinn að fá víti þarna. Fyrir mitt leyti þá gerir Niko Hansen ekkert rangt. Hann stígur fyrir hann og tekur boltann. Mér finnst hann ekki brjóta á Jónatani. Hann kemur sér í stöðu til að fara að leika boltanum og það er Jónatan sem sparkar aftan í hann,“ sagði Atli Viðar. „Ég er ósammála því,“ sagði Albert Brynjar. Þeir rökræddu þetta og sýndu líka þegar sparkað var í Nikolaj Hansen í vítateignum fyrr í leiknum en ekkert var dæmt þá. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um vítadóma í leik Vals og Vikings
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira