Til hamingju Grænland Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. júní 2024 13:30 Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Grænland Norðurlandaráð Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun