Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar í svalara lagi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 09:56 Veðrið leikur ekki við landann, eða ferðamennina, þessa dagana. Vísir/Arnar Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld. Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi. Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Sjá meira
Í umfjöllun Traust kemur fram að hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2002. Þá var meðalhiti 11,5 stig. Kaldastir voru þeir hins vegar 2001 og voru þá 7,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 113. sæti af 152. Hlýjast var 2002, en kaldastir voru þessir almanaksdagar árið 188. Þá var meðalhiti þá 6,6 stig. Vefur Trausta er hér. Trausti fjallar einnig um ólíka stöðu á mismunandi stöðum á landinu. Á Akureyri er meðalhiti nú 7,2 stig sem hann segir -1,9 stigi neðan meðallags 1991 til 2020. Það setur þessa tuttugu daga í 76. sæti af 89 á lista sem nær aftur til 1936. Hlýjastir voru þessir dagar í fyrra, 2023. Þá var meðalhiti 12,4 stig, en kaldastir voru þeir 1952, meðalhiti aðeins 4,9 stig. Þá kemur fram að hlýjast haf verið, á þessum dögum, á Suðausturlandi. Þar raðast hiti í 18. hlýjasta sæti það sem af er öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, þar hafa sömu dagar aðeins einu sinni verið kaldari það sem af er öldinni. Skin og skúrir Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 32,9 millimetrar sem eru rúm 10 prósent umfram meðallag. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 42,2 millimetrar sem er ríflega þreföld meðalúrkoma. Trausti segir það þó óstaðfestar tölur. Úrkoman hefur svo verið 52,2 millimetrar á Dalatanga og er það í tæpu meðallagi. Þá segir Trausti að það komi á óvart að sólskinsstundir hafa mælst 133,3 í Reykjavík sem sé í rétt rúmu meðallagi sömu daga. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 120,6 og er það nærri meðallagi. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að ekki væri von á neinum hitabylgjum á næstunni og því líklega von á því að allur mánuðurinn verði með svalara lagi.
Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Sjá meira