Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 20:04 Gestirnir, sem mættu í athöfnina við kirkjuna þegar nýja söguskiltið var afhjúpað og heimasíða kirkjunnar var opnuð föstudaginn 21. júní. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Strandarkirkja er í hógværð sinni frægur og fjölsóttur staður og nýtur sérstöðu, sem helgistaður langt út fyrir landsteinana enda er fólk forvitið um kirkjuna og sögu hennar. Fyrir helgi var afhjúpað söguskilti um kirkjuna og þá var sagt frá viðamiklum umhverfisframkvæmdum við kirkjuna, sem staðið hafa yfir síðustu ár, auk þess, sem ný heimasíða kirkjunnar hefur verið opnuð. Það var hátíðleg stund við kirkjuna þegar skiltið var afhjúpað en það kom í hlut Guðrúnar Tómasdóttur í Götu að sjá um það verk en hún er formaður sóknarnefndar. „Strandarkirkja er mjög merkileg kirkja og helg kirkja í hógværð sinni út við ysta haf. Hún er byggð fyrir áheit um lífsbjörg í sjávarháska og það þykir löngum gott að heita á Strandakirkju, hún þykir verða vel við áheitum. Og jafnframt þá sér Strandarkirkja alltaf um sig, hún sér alltaf um að hún eigi fyrir viðhaldi sínu og rekstri,” segir séra Jón Ragnarsson, sem er einnig stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd. Séra Jón Ragnarsson, sem leiddi guðjónustu í kirkjunni á föstudaginn en hann er líka stjórnarmaður í Strandarkirkjunefnd.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Strandarkirkja er alltaf til staðar, fólk kemur hérna grátandi í kirkjuna og heitir á hana, hún er við í veikindum,” segir Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi og bætir við. 4 til 5 milljónir króna safnast til Strandarkirkju í áheit á hverju ári.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það eru alltaf peningar sem streyma í kirkjunar, fólk er að þakka fyrir sig. Það var siður í gamla daga að heita á Strandarkirkju hún var alltaf við, en þú heitir ekki á hana í vitleysu.” Og það er mikið af ferðamönnum hérna, þú verður vitni að því ? „Eins og mauraþúfa”, segir Sigurbjörg og hlær. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, íbúi í Þorkelsgerði í Selvogi segir að það sé stöðug umferð ferðamanna í Strandarkirkju allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá opnunartíma kirkjunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða kirkjunnar
Ölfus Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira