Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. júní 2024 19:58 Ingibjörg Sverrisdóttir er stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Stöð 2 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg. Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg.
Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira