Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 08:09 Landsréttur vill halda Pétri Jökli í haldi. Vísir Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira