HSÍ er okkur öllum til skammar Björn B. Björnsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun