Hvorugt þeirra man eftir slysinu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. júní 2024 17:53 Bíllinn alelda á vettvangi slyssins á föstudag. Karlmaður hlaut í dag þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til eins árs, í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna ofsaaksturs í Öxnadal í byrjun nóvember árið 2020, en bíll mannsins endaði utan vegar. Ökumaðurinn og kona sem var farþegi í bílnum slösuðust, en hvorugt þeirra man eftir slysinu. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Atviki málsins er lýst þannig í ákæru að maðurinn hafi ekið norður Hringveg í Öxnadal á allt að 142 kílómetra hraða á klukkustund við býlið Syðri Bægisá þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetra hraði. Manninum var gefið að sök að aka bílnum óvarlega þannig að hann endaði út af veginum og kastaðist af uppfyllingu út á tún. Bíllinn endaði á hvolfi þar sem kviknaði í honum. Miklir áverkar Konan, sem er barnsmóðir mannsins og þáverandi kærasta, hlaut ýmsa áverka. Hún brotnaði á hálshrygg, sköflungi, öxl, lendaliðum, vanga, kinnkjálkabeinum og fingrum. Þá hlaut hún mikið lungnamar á báðum lungum og fékk loftbrjóst á öðru þeirra. Ökumaðurinn hlaut andlitsbrot, sprungu í hálshryggjarlið og brot á vinstri fæti. Taldi sig ekki keyra of hratt Fyrir dómi lýstu ökumaðurinn og konan deginum örlagaríka. Þau lögðu af stað um níuleytið frá Ásbrú í Reykjanesbæ, stoppuðu hjá móður hennar í Grafarvogi á leiðinni og fóru þaðan um ellefuleytið af stað. Áfangastaðurinn var Akureyri, þar sem þau ætluðu að heimsækja foreldra hans. Þau stoppuðu í Staðarskála og fengu sér að borða, en eftir það muna þau lítið. Maðurinn sagði að þau hafi lagt af stað frá Staðarskála, en þaðan muni hann ekki eftir því sem átti sér stað, nema eftir að bíllinn valt. Hann sagðist þó muna eftir því þegar bíllinn var „að lenda“. Síðan mundi hann eftir sér með konuna í fanginu eftir veltuna. Hann sagðist telja sjálfan sig hafa ekið á níutíu kílómetra hraða. Þá hafi ekkert verið að bílnum og hann sjálfur úthvíldur og í góðu ástandi. Þorði ekki að segja lögreglu sannleikann Konan sagðist sennilega hafa sofnað eftir komuna í Staðarskála og líklega rotast í slysinu. Hún sagðist ekki hafa munað neitt frá Staðarskála þar til viku eftir slysið og í fyrstu ekki munað neitt, en á síðustu mánuðum hafi hún lagt mikið á sig við að rifja atburðina upp. Nú segist hún til að mynda muna eftir ítrekuðum framúrakstri mannsins. Þá sagðist hún muna eftir því þegar lögreglan yfirheyrði hana á spítala eftir slysið. Hún hafi ekki þorað að segja lögreglumönnum frá því að maðurinn hafi ekið of hratt því hann hafi verið mjög reiður á spítalanum og þau nýbyrjuð saman. Hún sagðist einungis vilja greina hreinskilið frá í dag. Sá bílinn taka á loft Ýmis vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Eitt þeirra sagðist muna ljóslifandi eftir atvikinu. Vitnið, sem var að aka bíl í gagnstæða átt, segist hafa séð bíl ökumannsins hvorki breyta um stefnu né draga úr hraða. Atvikið hafi verið mjög óhugnanlegt, en vitnið sagðist hafa séð það í gegnum baksýnisspegil þegar bíllinn tók á loft og lenti á jörðinni. Annað vitni sem kom fyrst að fólkinu eftir slysið sagðist hafa séð manninn draga konuna út úr bílnum. Á meðan hafi hann endurtekið í sífellu „ég veit ekki hvað gerðist.“ Nokkur vitni sögðu bílinn hafa ekið langt umfram löglegan hraða. Á meðal gagna málsins var álitsgerð prófessors í vélaverkfræði. Hann taldi bílnum ekki hafa verið ekið á minna en 142 kílómetra hraða. Dómurinn taldi sannað að svo væri og sagði jafnframt að svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki haft neina stjórn á bílnum þegar slysið átti sér stað. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða tæplega 2,2 milljónir í sakarkostnað. Samgönguslys Hörgársveit Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. Atviki málsins er lýst þannig í ákæru að maðurinn hafi ekið norður Hringveg í Öxnadal á allt að 142 kílómetra hraða á klukkustund við býlið Syðri Bægisá þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetra hraði. Manninum var gefið að sök að aka bílnum óvarlega þannig að hann endaði út af veginum og kastaðist af uppfyllingu út á tún. Bíllinn endaði á hvolfi þar sem kviknaði í honum. Miklir áverkar Konan, sem er barnsmóðir mannsins og þáverandi kærasta, hlaut ýmsa áverka. Hún brotnaði á hálshrygg, sköflungi, öxl, lendaliðum, vanga, kinnkjálkabeinum og fingrum. Þá hlaut hún mikið lungnamar á báðum lungum og fékk loftbrjóst á öðru þeirra. Ökumaðurinn hlaut andlitsbrot, sprungu í hálshryggjarlið og brot á vinstri fæti. Taldi sig ekki keyra of hratt Fyrir dómi lýstu ökumaðurinn og konan deginum örlagaríka. Þau lögðu af stað um níuleytið frá Ásbrú í Reykjanesbæ, stoppuðu hjá móður hennar í Grafarvogi á leiðinni og fóru þaðan um ellefuleytið af stað. Áfangastaðurinn var Akureyri, þar sem þau ætluðu að heimsækja foreldra hans. Þau stoppuðu í Staðarskála og fengu sér að borða, en eftir það muna þau lítið. Maðurinn sagði að þau hafi lagt af stað frá Staðarskála, en þaðan muni hann ekki eftir því sem átti sér stað, nema eftir að bíllinn valt. Hann sagðist þó muna eftir því þegar bíllinn var „að lenda“. Síðan mundi hann eftir sér með konuna í fanginu eftir veltuna. Hann sagðist telja sjálfan sig hafa ekið á níutíu kílómetra hraða. Þá hafi ekkert verið að bílnum og hann sjálfur úthvíldur og í góðu ástandi. Þorði ekki að segja lögreglu sannleikann Konan sagðist sennilega hafa sofnað eftir komuna í Staðarskála og líklega rotast í slysinu. Hún sagðist ekki hafa munað neitt frá Staðarskála þar til viku eftir slysið og í fyrstu ekki munað neitt, en á síðustu mánuðum hafi hún lagt mikið á sig við að rifja atburðina upp. Nú segist hún til að mynda muna eftir ítrekuðum framúrakstri mannsins. Þá sagðist hún muna eftir því þegar lögreglan yfirheyrði hana á spítala eftir slysið. Hún hafi ekki þorað að segja lögreglumönnum frá því að maðurinn hafi ekið of hratt því hann hafi verið mjög reiður á spítalanum og þau nýbyrjuð saman. Hún sagðist einungis vilja greina hreinskilið frá í dag. Sá bílinn taka á loft Ýmis vitni gáfu skýrslu fyrir dómi. Eitt þeirra sagðist muna ljóslifandi eftir atvikinu. Vitnið, sem var að aka bíl í gagnstæða átt, segist hafa séð bíl ökumannsins hvorki breyta um stefnu né draga úr hraða. Atvikið hafi verið mjög óhugnanlegt, en vitnið sagðist hafa séð það í gegnum baksýnisspegil þegar bíllinn tók á loft og lenti á jörðinni. Annað vitni sem kom fyrst að fólkinu eftir slysið sagðist hafa séð manninn draga konuna út úr bílnum. Á meðan hafi hann endurtekið í sífellu „ég veit ekki hvað gerðist.“ Nokkur vitni sögðu bílinn hafa ekið langt umfram löglegan hraða. Á meðal gagna málsins var álitsgerð prófessors í vélaverkfræði. Hann taldi bílnum ekki hafa verið ekið á minna en 142 kílómetra hraða. Dómurinn taldi sannað að svo væri og sagði jafnframt að svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki haft neina stjórn á bílnum þegar slysið átti sér stað. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þrjátíu daga fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða tæplega 2,2 milljónir í sakarkostnað.
Samgönguslys Hörgársveit Dómsmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels