Nýtt eldgos líklegt Boði Logason skrifar 28. júní 2024 12:13 jarðhræringar á Reykjanesi eldgos Sundhnjúkagígur Mynd/Vilhelm Gera má ráð fyrir nýju kvikuinnskoti og/eða eldgosi á næstu vikum á Sundhnjúkasvæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Skjálftavirknin við Svartsengi og Sundhnúk er mjög lítil og hafa fáir smáskjálftar mælst undanfarna daga. Hraunið sem gekk í átt að norðanverðu Sýlingarfelli hélt áfram að renna mjög hægt frá því að gosinu lauk 22. júní og er nú alveg hætt að hreyfast. Á vef Veðurstofunnar segir að hópur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum Íslands hafi unnið úr gögnum sem safnað var í drónaflugi fyrir fjórum dögum. Þau gögn sýna að hraunið sé 9,3 kílómetrar að flatarmáli og rúmmælið um 45 milljónir rúmmetrar. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar sem hefur myndast í eldgosinu sem hófst 29. maí. Kortið er afurð samvinnu margra aðila en er byggt á mælingum Verkís, Eflu og Svarma frá 24. júní. Á kortinu sést hvar hraun hefur safnast í hrauntjörn suðaustan við Sýlingarfell (rauðleit svæði) og hraunstraumurinn sem rennur þaðan norður fyrir Sýlingarfell. Gráleit svæði sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Vedur.is „Nýjustu aflögunarmælingarnar (bæði GNSS og InSAR gervitunglamyndir) sýna að landrísið undir Svartsengi heldur áfram. Hraði landrisins jókst eftir að gosi lauk og er nú orðin meiri en það sem mældist fyrir gosið sem hófst 29. maí. Hraða aflögunar má túlka sem að kvikuinnstreymi inn í kvikuhvolfið á 4-5 km dýpi haldi áfram,“ segir á vefnum. „Með þessar forsendur að leiðarljósi má gera ráð fyrir að kerfið muni haga sér á svipaðan hátt og áður og að nýtt kvikuinnskot og/eða eldgos muni eiga sér stað á ný á Sundhnúkssvæðinu á næstu vikum. Frá og með deginum í dag er erfitt að sjá fyrir með vissu hvernig ástandið mun þróast. Gögnum sem safnað verður á næstu dögum/vikum munu hjálpa til við að meta stöðuna og hugsanlega við að skilja breytingar og þróun innan kvikukerfisins,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Skjálftavirknin við Svartsengi og Sundhnúk er mjög lítil og hafa fáir smáskjálftar mælst undanfarna daga. Hraunið sem gekk í átt að norðanverðu Sýlingarfelli hélt áfram að renna mjög hægt frá því að gosinu lauk 22. júní og er nú alveg hætt að hreyfast. Á vef Veðurstofunnar segir að hópur frá Náttúrufræðistofnun og Landmælingum Íslands hafi unnið úr gögnum sem safnað var í drónaflugi fyrir fjórum dögum. Þau gögn sýna að hraunið sé 9,3 kílómetrar að flatarmáli og rúmmælið um 45 milljónir rúmmetrar. Kort sem sýnir útbreiðslu og þykkt hraunbreiðunnar sem hefur myndast í eldgosinu sem hófst 29. maí. Kortið er afurð samvinnu margra aðila en er byggt á mælingum Verkís, Eflu og Svarma frá 24. júní. Á kortinu sést hvar hraun hefur safnast í hrauntjörn suðaustan við Sýlingarfell (rauðleit svæði) og hraunstraumurinn sem rennur þaðan norður fyrir Sýlingarfell. Gráleit svæði sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Vedur.is „Nýjustu aflögunarmælingarnar (bæði GNSS og InSAR gervitunglamyndir) sýna að landrísið undir Svartsengi heldur áfram. Hraði landrisins jókst eftir að gosi lauk og er nú orðin meiri en það sem mældist fyrir gosið sem hófst 29. maí. Hraða aflögunar má túlka sem að kvikuinnstreymi inn í kvikuhvolfið á 4-5 km dýpi haldi áfram,“ segir á vefnum. „Með þessar forsendur að leiðarljósi má gera ráð fyrir að kerfið muni haga sér á svipaðan hátt og áður og að nýtt kvikuinnskot og/eða eldgos muni eiga sér stað á ný á Sundhnúkssvæðinu á næstu vikum. Frá og með deginum í dag er erfitt að sjá fyrir með vissu hvernig ástandið mun þróast. Gögnum sem safnað verður á næstu dögum/vikum munu hjálpa til við að meta stöðuna og hugsanlega við að skilja breytingar og þróun innan kvikukerfisins,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira