„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 19:31 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira