Árið er 1990 Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2024 14:30 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun