Sú besta verður í París: „Vissi að ég myndi snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 14:01 Það er líkt og þyngdaraflið eigi ekki við Biles þegar hún sýnir listir sínar. Nikolas Liepins/Getty Images Fimleikadrottningin Simone Biles tekur þátt á Ólympíuleikunum í París. Hún hefur unnið fjögur Ólympíugull á ferli sínum til þessa. Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira