Tjónvaldurinn tók varla eftir því að hafa rústað bílnum Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 16:42 Einar vill ekki segja til mannsins, hann hafi virkað hinn vænsti í síma né heldur á hvaða bílastæði þetta var. En þarna koma margir bílar og leggja. aðsend Einar Skúlason gönguhrólfur varð fyrir því um daginn að ekið var utan í bílinn hans á dögunum. Önnur hliðin öll rispuð, ekki vitað hver hafði verið að verki og Einar sá fram á meiriháttar fjárútlát við að láta gera við bílinn. Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“ Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þá hafði samband athugull vegfarandi og það breytti öllu. „Hann hringdi í lögregluna og lögreglan hringdi í mig með hann á línunni og gaf okkur svo samband. Hann útskýrði fyrir mér að hann hefði orðið vitni að því er bíll keyrði utan í bílinn á bílastæði og virtist ekki ætla að gera neitt í því. Hann hafði tekið myndir þar sem sást í bílnúmerið og fékk netfangið mitt í símtalinu og sendi mér svo myndir.“ Einar segir þetta hafa breytt öllu og lýkur upp miklu lofsorði á vegfarandann. Hann náði svo í tjónvaldinn næsta dag og hann kannaðist við þetta, hann hefði nú varla tekið eftir þessu, hafði næstum gleymt því að hafa samband en hann ætlaði að gera það…“ Misskilningur að menn þurfi að greiða þetta úr eigin vasa Einar segir að hann hafi hljómað eins og þetta hvíldi ekki mikið á honum. En að öðru leyti virkaði þetta vænsti maður í símanum. „Sko, hann var haldinn þeim misskilningi að hann þyrfti kannski að borga þetta sjálfur. En það er trygging bílsins hans sem þarf að borga. Hann virtist misskilja þetta. En hann þurfti bara að staðfesta þetta og koma í farveg. Flóknara var það nú ekki.“ Einar segir að kannski missi hann einhverja bónusa af iðgjaldi en það sé ekkert á við það tjón sem Einar hefði þurft að sitja uppi með ef ekki hefði neitt fengist að gert. „Þetta fór í ferli og í tjónskoðun kom í ljós að skipta þarf bæði um fram- og afturhurð og svo er það einhver sprautuvinna að auki. Þannig að tjónið hleypur á hundruðum þúsunda.“ Ótrúlega margir kannast við svipaða sögu Einar ítrekar þakkir sínar til hins góða og athugula vegfaranda. Hann sæti uppi með þetta sjálfur ef ekki hefði komið til hans. Sá hafi tjáð sér að móðir hans hefði einhvern tíma orðið fyrir sambærilegu tjóni á bílnum sínum og þá hefði einhver ókunnugur látið vita. Þannig tókst að finna bílinn sem olli tjóninu. „Hann sagðist hafa haft það í huga þegar hann greip inn í mitt mál. Ég vildi láta vita af þessu góðverki og hvetja öll til að láta sig varða sem gerist í umhverfinu. Það bætir samfélagið fyrir okkur öll,“ segir Einar. Hann setti frásögn af þessu atviki á Facebook-síðu sína og ótrúlega margir hafa þessa sömu sögu að segja þar. „Já, það er leiðinlegt.“
Tryggingar Bílar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira