„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 13:02 Ásgeir Helgi og skiltið sem kveður á um gjaldtökuna. Ásgeir segir fráleitt að hann hafi verið þarna í sem nemur 45 mínútum. Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. „Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Ég var að skutla stráknum mínum á flugvöllinn. Hann ferðast reglulega milli Reykjavíkur og Ísafjarðar,“ segir Ásgeir Helgi almennur borgari í þessu landi í samtali við Vísi. Hann er alveg viss í sinni sök. Ásgeir Helgi fékk sem sagt bílastæðagjald á Reykjavíkurflugvelli í hausinn sem hann hefur sitthvað við að athuga. Fyrir það fyrsta segist hann aldrei hafa verið þarna við flugvöllinn í 45 mínútur en fyrstu mínúturnar við völlinn eiga að vera gjaldfrjálsar, eins og segir til um á skilti sem er við bílastæðin. Reikningurinn sem Ásgeir Helgi ætlar sér sannarlega ekki að borga. Hann hefur krafist skýringa hjá Isavia sem hefur ekki svarað honum ennþá. „Innanlandsflugið er nógu dýrt. Það er alltaf mælt með að menn mæti einhverjum fjörutíu mínútum áður en þú ferð í flug, þeir ná mönnum þannig,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segist algerlega klár á því að hann hafi aldrei verið þarna í meira en sem nemur hálftíma og því er þessi gjaldtaka tilhæfulaus. Ásgeir Helgi er búinn að senda Isavia bréf vegna málsins en hann segist ekki hafa fengið svar ennþá. „Isavia getur tekið þennan bullreikning og troðið honum.. þið vitið hvert,“ segir Ásgeir Helgi. Hann segir um prinsipp-mál að ræða og hann bara kæri sig ekki um svona nokkuð. Hann rekur að gjaldið sé 1.790 krónur, ef hann hefði verið þarna svona lengi. Þá standi á skiltinu að ef gjald er ekki greitt innan 48 (!!!) klukkutíma komi til auka 1.490kr þjónustugjald. „Fyrir hvað þjónustu? Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk,“ segir Ásgeir Helgi.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Bílastæði Tengdar fréttir „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27