Ferðatryggingar og val á kreditkorti Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 3. júlí 2024 20:01 Stundum er ég spurð að því hvort ferðatryggingar kreditkorta séu ekki óþarfi þar sem margir eru með heimilistryggingar sem fela einnig í sér tryggingavernd á ferðalögum. Í einhverjum tilvikum kann það að vera rétt en staðreyndin er sú að ferðavernd fylgir ekki sjálfkrafa með heimilistryggingunni heldur er hún valfrjáls og fyrir hana þarf að greiða aukalega. Því gætu einhverjir talið sig vera með ferðaverndina í sinni heimilistryggingu án þess að sú sé raunin. Loks eru enn aðrir sem kjósa einfaldlega að kaupa ekki slíka vernd. Ferðatryggingar kreditkorta hafa notið vinsælda um árabil og eru góður valkostur fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig á ferðalögum. Þær veita mismikla tryggingavernd, allt eftir því hvaða kreditkort er valið. Hverjar eru þarfir þínar? Rétt er að hafa í huga að við höfum ekki öll sömu þarfir þegar kemur að ferðatryggingum. Dýrasta kortið, með víðtækustu ferðatryggingunum, er til dæmis ekki endilega besti valkosturinn fyrir alla. Veldu alltaf það kreditkort sem hentar þér best. Ef þú ferðast til dæmis oft og jafnvel út fyrir Evrópu má mæla með korti með víðtækri tryggingavernd, sér í lagi góðri sjúkra- og slysatryggingu. Að nýta heilbrigðisþjónustu erlendis getur verið mjög dýrt, einkum ef fólk þarf að leggjast inn á spítala í lengri tíma. Samspil kortatrygginga og ferðaverndar heimilistrygginga Kortatryggingar og ferðavernd heimilistrygginga eru um margt sambærilegar. Þau, sem vilja vera sérstaklega vel tryggð, eru oft bæði með ferðatengda kortatryggingu og ferðatengda heimilistryggingu. Ef hámarksbótafjárhæð er náð á annarri tryggingunni tekur hin við. Á þetta getur reynt þegar kostnaður vegna slyss eða veikinda er verulegur. Oft kemur á óvart hversu hár kostnaður getur hlotist af jafnvel smávægilegustu óhöppum eða atvikum. Auk sjúkra- og slysatryggingaverndar fylgir ýmis önnur tryggingavernd með kreditkortum, ólík eftir tegundum korts, s.s. bílaleigutryggingar með dýrari kortum. Ferðatrygging innan Evrópu Sumir láta Evrópska sjúkratryggingakortið duga þegar ferðast er innan Evrópu. Það er vissulega mikilvægt að hafa það kort meðferðis og í einhverjum tilvikum dugar það til, en þó ekki alltaf. Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu hjá opinberum aðilum og nægir þá oftast að framvísa sjúkratryggingakortinu. Kjósi þeir, eða þurfa af einhverjum ástæðum, að leggjast inn á einkarekið sjúkrahús kann það að vera kostnaðarsamt og ekki víst að sjúkratryggingar endurgreiði allan kostnaðinn. Þá kemur sér vel að vera með ferðatryggingar. Þegar um er að ræða langa sjúkrahúsvist og eða jafnvel sjúkraflug heim til Íslands er sömuleiðis gott að vera með góða ferðatryggingu. Því má segja að góð ferðatrygging auki fjárhagslegt öryggi ferðalanga. Ef þú ferðast sjaldan og aðeins innan Evrópu eru kort með minni tryggingavernd og ódýrara árgjaldi kostur sem vert er að skoða. Finna má ýmis kort með ágætis tryggingavernd og lágu árgjaldi sem ná yfir helstu áhættuþætti. Slík kort kunna jafnframt að henta vel með ferðavernd heimilistrygginga. Neyðarþjónusta fyrir korthafa - öryggisatriði á ferðalögum Kreditkort með ferðatryggingu veita einnig aðgang að neyðarþjónustu SOS. Hjá SOS starfa sérfræðingar sem eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir veita ráð um hvernig best er að snúa sér lendi fólk í slysi eða ef upp koma alvarleg veikindi á ferðalagi. Forfallatryggingar og þjófnaður á ferðalagi Að lokum er rétt að nefna að stundum koma upp skyndileg veikindi eða slys sem verða til þess að ekki er hægt að fara í bókaðar ferðir. Þá er hægt að sækja í forfallatrygginguna sem fylgir með flestum kreditkortum. Það er óskemmtileg reynsla að verða fyrir því að farangri eða nýkeyptum varningi sé stolið. Ef það gerist kemur tryggingaverndin í góðar þarfir. Ekki er á allra vitorði að forfallavernd kortatrygginga nær einnig yfir flug og gistingu á ferðum um Ísland. Þá þarf að vísu að greiða helming þess kostnaðar fyrir fram með kortinu. Hér er aðeins tæpt á helstu kostum kortatrygginga og samspili þeirra við ferðavernd heimilistrygginga. Aðalatriðið er að fólk átti sig á hvort, og þá hvernig, það er tryggt áður en haldið er af stað í ferðalag. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Ferðalög Tengdar fréttir Hvort er betra, kreditkort eða debetkort? Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. 20. júní 2024 17:00 Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00 Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er ég spurð að því hvort ferðatryggingar kreditkorta séu ekki óþarfi þar sem margir eru með heimilistryggingar sem fela einnig í sér tryggingavernd á ferðalögum. Í einhverjum tilvikum kann það að vera rétt en staðreyndin er sú að ferðavernd fylgir ekki sjálfkrafa með heimilistryggingunni heldur er hún valfrjáls og fyrir hana þarf að greiða aukalega. Því gætu einhverjir talið sig vera með ferðaverndina í sinni heimilistryggingu án þess að sú sé raunin. Loks eru enn aðrir sem kjósa einfaldlega að kaupa ekki slíka vernd. Ferðatryggingar kreditkorta hafa notið vinsælda um árabil og eru góður valkostur fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig á ferðalögum. Þær veita mismikla tryggingavernd, allt eftir því hvaða kreditkort er valið. Hverjar eru þarfir þínar? Rétt er að hafa í huga að við höfum ekki öll sömu þarfir þegar kemur að ferðatryggingum. Dýrasta kortið, með víðtækustu ferðatryggingunum, er til dæmis ekki endilega besti valkosturinn fyrir alla. Veldu alltaf það kreditkort sem hentar þér best. Ef þú ferðast til dæmis oft og jafnvel út fyrir Evrópu má mæla með korti með víðtækri tryggingavernd, sér í lagi góðri sjúkra- og slysatryggingu. Að nýta heilbrigðisþjónustu erlendis getur verið mjög dýrt, einkum ef fólk þarf að leggjast inn á spítala í lengri tíma. Samspil kortatrygginga og ferðaverndar heimilistrygginga Kortatryggingar og ferðavernd heimilistrygginga eru um margt sambærilegar. Þau, sem vilja vera sérstaklega vel tryggð, eru oft bæði með ferðatengda kortatryggingu og ferðatengda heimilistryggingu. Ef hámarksbótafjárhæð er náð á annarri tryggingunni tekur hin við. Á þetta getur reynt þegar kostnaður vegna slyss eða veikinda er verulegur. Oft kemur á óvart hversu hár kostnaður getur hlotist af jafnvel smávægilegustu óhöppum eða atvikum. Auk sjúkra- og slysatryggingaverndar fylgir ýmis önnur tryggingavernd með kreditkortum, ólík eftir tegundum korts, s.s. bílaleigutryggingar með dýrari kortum. Ferðatrygging innan Evrópu Sumir láta Evrópska sjúkratryggingakortið duga þegar ferðast er innan Evrópu. Það er vissulega mikilvægt að hafa það kort meðferðis og í einhverjum tilvikum dugar það til, en þó ekki alltaf. Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu hjá opinberum aðilum og nægir þá oftast að framvísa sjúkratryggingakortinu. Kjósi þeir, eða þurfa af einhverjum ástæðum, að leggjast inn á einkarekið sjúkrahús kann það að vera kostnaðarsamt og ekki víst að sjúkratryggingar endurgreiði allan kostnaðinn. Þá kemur sér vel að vera með ferðatryggingar. Þegar um er að ræða langa sjúkrahúsvist og eða jafnvel sjúkraflug heim til Íslands er sömuleiðis gott að vera með góða ferðatryggingu. Því má segja að góð ferðatrygging auki fjárhagslegt öryggi ferðalanga. Ef þú ferðast sjaldan og aðeins innan Evrópu eru kort með minni tryggingavernd og ódýrara árgjaldi kostur sem vert er að skoða. Finna má ýmis kort með ágætis tryggingavernd og lágu árgjaldi sem ná yfir helstu áhættuþætti. Slík kort kunna jafnframt að henta vel með ferðavernd heimilistrygginga. Neyðarþjónusta fyrir korthafa - öryggisatriði á ferðalögum Kreditkort með ferðatryggingu veita einnig aðgang að neyðarþjónustu SOS. Hjá SOS starfa sérfræðingar sem eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir veita ráð um hvernig best er að snúa sér lendi fólk í slysi eða ef upp koma alvarleg veikindi á ferðalagi. Forfallatryggingar og þjófnaður á ferðalagi Að lokum er rétt að nefna að stundum koma upp skyndileg veikindi eða slys sem verða til þess að ekki er hægt að fara í bókaðar ferðir. Þá er hægt að sækja í forfallatrygginguna sem fylgir með flestum kreditkortum. Það er óskemmtileg reynsla að verða fyrir því að farangri eða nýkeyptum varningi sé stolið. Ef það gerist kemur tryggingaverndin í góðar þarfir. Ekki er á allra vitorði að forfallavernd kortatrygginga nær einnig yfir flug og gistingu á ferðum um Ísland. Þá þarf að vísu að greiða helming þess kostnaðar fyrir fram með kortinu. Hér er aðeins tæpt á helstu kostum kortatrygginga og samspili þeirra við ferðavernd heimilistrygginga. Aðalatriðið er að fólk átti sig á hvort, og þá hvernig, það er tryggt áður en haldið er af stað í ferðalag. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka.
Hvort er betra, kreditkort eða debetkort? Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. 20. júní 2024 17:00
Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun