Sjúklingur réðst á lækni sem fær ekki bætur frá ríkinu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 12:21 Árásin átti sér stað á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfum heimilislæknis sem varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira