Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 10:17 Bifreiðin keyrði beint yfir umferðareyjuna. Facebook/Skjáskot Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. „Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
„Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira