Ráðherra segir fyrirkomulag borgaraþjónustunnar á Spáni ósjálfbært Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 06:47 Spánn er það erlenda ríki þar sem flestir íslenskir ríkisborgarar hafa búsetu eða dvelja tímabundið til lengri eða skemmri tíma þar sem ekki er rekin íslensk sendiskrifstofa, segir í svörum ráðherra. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið telur núverandi fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni ósjálfbært til skemmri og lengri tíma. Áætlaður kostnaður við sendiskrifstofu er um 132 milljónir króna á ári að viðbættum stofnkostnaði fyrsta árið. Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra. Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra.
Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira