Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 20:13 Léleg frammistaða Bidens í kappræðum á dögunum hefur vakið spurningar um heilsu forsetans. AP/Matt Kelley Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent