Nota skuli sólarvörn þegar UV-stuðullinn fer upp í þrjá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2024 13:28 Geislavarnir ríkisins minna á mikilvægi sólarvarnar nú þegar styrkur sólar mælist mikill. Vísir/Vilhelm Styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólu nær um þessar mundir hámarki hér á landi. Geislavarnir ríkisins minna á hinn svokallaða UV-stuðul sem segir til um styrk geislunarinnar, og mælast til að fólk gæti varúðar þegar nú þegar styrkurinn mælist mikill. Algengt er að á sólardögum fylgist brúnkuþyrstir Íslendingar með UV-stuðlinum í veðurforritinu sínu til þess að geta ályktað um hversu mikinn árangur sólbað dagsins getur borið. Sem fyrr vara Geislavarnir ríkisins við hækkandi UV-stuðli nú þegar sumarið nær hápunkti. Mælst er til þess að fólk beri á sig sólarvörn ætli það að sleikja sólina þegar stuðullinn nær þremur. Á Íslandi getur stuðullinn orðið í mesta lagi sex. En víða um heim mælist hann mun hærri. Meðan sólin er á lofti í dag er UV stuðullinn á Tenerife til dæmis níu. Í frétt frá Geislavörnum ríkisins er vísað í nýlega rannsókn sem gefur til kynna að húðkrabbamein séu algengustu krabbameinin hjá fólki með ljósa húð. Flest þessara húðkrabbameina séu af völdum útfjólublárrar geislunar og því sé að miklu leyti hægt koma í veg fyrir þau. Til dæmis með því að hylja húðina, sitja í skugga, nota sólkrem og takmarka þann tíma sem fólk er óvarið í sól. Þá þurfi sérstaklega að huga að börnunum, þau séu viðkvæmari fyrir geislum sólar en fullorðnir. Á vefslóðinni uv.gr.is er hægt að sjá hver UV-stuðullinn er á Íslandi hverju sinni. Þá er hægt að fylgjast með UV-stuðlinum í forritinu SunSmart. Sólin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Algengt er að á sólardögum fylgist brúnkuþyrstir Íslendingar með UV-stuðlinum í veðurforritinu sínu til þess að geta ályktað um hversu mikinn árangur sólbað dagsins getur borið. Sem fyrr vara Geislavarnir ríkisins við hækkandi UV-stuðli nú þegar sumarið nær hápunkti. Mælst er til þess að fólk beri á sig sólarvörn ætli það að sleikja sólina þegar stuðullinn nær þremur. Á Íslandi getur stuðullinn orðið í mesta lagi sex. En víða um heim mælist hann mun hærri. Meðan sólin er á lofti í dag er UV stuðullinn á Tenerife til dæmis níu. Í frétt frá Geislavörnum ríkisins er vísað í nýlega rannsókn sem gefur til kynna að húðkrabbamein séu algengustu krabbameinin hjá fólki með ljósa húð. Flest þessara húðkrabbameina séu af völdum útfjólublárrar geislunar og því sé að miklu leyti hægt koma í veg fyrir þau. Til dæmis með því að hylja húðina, sitja í skugga, nota sólkrem og takmarka þann tíma sem fólk er óvarið í sól. Þá þurfi sérstaklega að huga að börnunum, þau séu viðkvæmari fyrir geislum sólar en fullorðnir. Á vefslóðinni uv.gr.is er hægt að sjá hver UV-stuðullinn er á Íslandi hverju sinni. Þá er hægt að fylgjast með UV-stuðlinum í forritinu SunSmart.
Sólin Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira