Karfa loftbelgsins valt á hliðina í lendingunni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2024 22:44 Karfan komin á hliðina eftir lendingu. Mennirnir þrír um borð dragast áfram í körfunni eftir móanum. Bjarni Einarsson Þeir sem sáu loftbelginn hverfa upp í háloftin yfir Rangárvöllum í beinni útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi vilja eflaust margir vita hvernig flugferðin endaði. Hér sjáum við þá sögu. Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Eftir misheppnaða tilraun á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm árum til að sýna loftbelgsflugtak í beinni átti að reyna aftur frá Helluflugvelli í gærkvöldi og að þessu sinni tókst það. Áður en varði tók belgurinn flugið, landfestum var sleppt, og áhorfendur sáu hann lyftast hratt upp. Horft yfir Rangárvelli úr loftbelgnum. Ytri-Rangá í baksýn.KMU Hann sveif undan suðvestangjólu til norðausturs og stefndi í átt að Heklu en um þetta leyti lauk útsendingunni. Hraðinn var um fimm metrar á sekúndu, um tíu hnútar. Ásamt fréttamanni Stöðvar 2 voru um borð loftbelgsflugmaðurinn Dominik Haggeney og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands. Skemmst er frá því að segja að loftbelgurinn flaug áfram um átta kílómetra vegalengd, fylgdi nokkurn veginn austurbakka Ytri Rangár og loftbelgsfarar sáu meira að segja flugvél fljúga undir belginn, eins og sást í frétt Stöðvar 2 í kvöld: Með því að brenna meiri gasloga var flugið hækkað. Belgurinn fór upp í 2.500 feta hæð. Hann var þá kominn inn í ský og ekkert sást niður um tíma. Eftir um 20 mínútna flug taldi flugstjórinn rétt að huga að lendingu. Norðvestur af Gunnarsholti sá Bjarni Einarsson myndatökumaður loftbelginn lækka flugið með Árbakka í Landsveit handan Rangár í baksýn. Loftbelgurinn í lágflugi yfir austurbakka Rangár skömmu fyrir lendingu. Karfan er í hvarfi neðan barðsins. Fjær sést yfir í Landsveit á bæinn Árbakka.Bjarni Einarsson Kátir loftbelgsfarar risnir á fætur eftir lendingu. Matthías Sveinbjörnsson fremst, Dominik Haggeney loftbelgsflugmaður fyrir aftan og fréttamaður Stöðvar 2 til hægri.Matthías Sveinbjörnsson Flugstjórinn varaði farþega sína við að á þessum hraða myndi karfan örugglega velta í lendingunni og þeir þyrftu að halda sér fast. Tökumaðurinn fylgdi belgnum eftir á bíl sínum og sá hvar hann snerti jörðina skammt frá Þingskálavegi, sunnan Geldingalækjar, um 25 mínútum eftir flugtak frá Hellu. Lendingin var mjúk. En það fór eins og spáð var; karfan valt og dróst einhverja metra eftir jörðinni áður en hún stöðvaðist. Flugmann og farþega sakaði ekki. Þeir stóðu upp óskaddaðir en glaðir og kátir eftir velheppnað flug og eftirminnilegt og ekkert eftir nema að þakka ferðafélögunum fyrir túrinn.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Sjáðu Kristján Má takast á loft í beinni Þýskur loftbelgur hefur sést á flugi yfir Rangárvöllum í dag en hann er hingað kominn vegna flughátíðarinnar Allt sem flýgur sem haldin verður á Helluflugvelli um næstu helgi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður klöngraðist um borð og tókst á loft í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9. júlí 2024 20:42
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30