Allir þrír Evrópuleikir íslensku liðanna sýndir beint í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Valsmenn eru á heimavelli í kvöld og þurfa góð úrslit ætli þeir áfram í næstu umferð þar sem bíður skoska félagið St. Mirren. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þrjú íslensk félög hefja leik í kvöld í forkeppni Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu en þetta eru lið Breiðabliks, Vals og Stjörnunnar. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2. Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann