Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 13:43 Jón Einar og Eva Georgs sjónvarpsstjóri. Í dómi í héraðsdómi Reykjavíkur var Jón fundinn sekur um að veita ótilgreindum fjölda aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá. Er bótakrafa Stöðvar 2 á hendur Jóni viðurkennd í dómsorði. vísir Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. Bergþóra Ingólfsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp dóminn en Jón Einar var að auki dæmdur til að greiða eina milljón króna í málskostnað. Er oft talað um sjónræningjastarfsemi þegar starfsemi á borð við þá sem Jón Einar var dæmdur sekur um er til umræðu. Það var Stöð 2 sem höfðaði mál á hendur Jóni Einari. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir í tilkynningu að í ljósi þess að lögregluyfirvöld og ákæruvald hafa ekki sinnt því lögbundnu hlutverki sínu í þessum málaflokki að rannsaka og gefa út ákærur þegar mál eru líkleg til sakfellingar hafi Stöð 2 ekki séð sér annan kost en höfða einkarefsimál á hendur Jóni Einari. Dæmi um auglýsingu frá Jóni Einari sem hann birti á Facebook. Þarna lofar hann aðgangi að öllu heila klabbinu fyrir tvö þúsund krónur á mánuði, og erfitt sé að keppa við slíkt verð. Héraðsdómur taldi sannað að Jón Einar hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að selja streymisveitu með aðgangi að um 14.800 sjónvarpsstöðvum, þ.m.t. öllum íslenskum sjónvarpsstöðvum, án heimildar rétthafa og gegn óverulegu gjaldi. „Þar með hefði hann með ólögmætum og saknæmum hætti brotið gegn rétti Stöðvar 2 samkvæmt höfundalögum,“ segir Eva. Jón Einar telur sig vera að hjálpa gömlu fólki á Spáni Vísir ræddi við Jón Einar fyrir ári, í tilefni af stefnunni og taldi hann þetta þá harkalega stefnu en hann hugðist láta lögmann sinn um málið. Hann hafnaði því algjörlega að hafa makað krókinn á þessari starfsemi og helst á honum að skilja að hann væri að hjálpa íslenskum pensjónistum að halda sambandi við ættland og móðurmál sitt með starfsemi sinni. „Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu.“ Jón Einar taldi stefnuna ekki gefa rétta mynd af því sem hann væri að gera en héraðsdómur er ekki sammála því. Jón Einar, sem nýtur lífsins á Spáni, fæst við fasteignaviðskipti þar og hefur haft þetta sem aukabúgrein, að selja fólki aðgang að læstum sjónvarpsstöðvum. Hann kaupi búnað og áframseli hann, setji upp búnaðinn fyrir gamla fólkið og rukki vitanlega fyrir sína vinnu. Boða til ráðstefnu á haustmánuðum Í tilkynningu frá Stöðvar 2 kemur hins vegar fram að þetta sé hins vegar litið grafalvarlegum augum. „Málshöfðunin er liður í stefnumörkun Sýnar og Stöðvar2 að verjast með öllum tiltækum ráðum ólöglegri sjóræningjastarfsemi á höfundaréttarvörðu efni,“ segir í tilkynningunni. Eva Georgs Ásudóttir sjónvarpsstjóri. Á haustmánuðum ætlar Stöð 2 að boða til sérstakrar ráðstefnu þar sem sjóræningjastarfsemi, á borð við þá sem dæmt var fyrir í héraði í dag, verður til umfjöllunar. Og er ekki vanþörf á. vísir/eyþór Hefur félagið nýverið gengið til liðs við Nordic Content Protection (NCP), sem eru norræn félagasamtök sjónvarpsiðnaðarins á Norðurlöndum. Þjónusta NCP nær yfir tæknilega ráðgjöf, rannsókn sakamála, samvinnu við lögreglu, bótauppgjör og skýrslugjöf fyrir dómi. „Er ekki vanþörf á. Samkvæmt nýlegri könnun, sem félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) lét gera, nota yfir 30% íslenskra heimila ólöglegar streymisveitur. Mest notkunin á sér stað í aldurshópnum 15-29 ára þar sem 59% nota ólöglega sjónvarpsþjónustu.“ Þá boðar Stöð 2 til ráðstefnu á haustmánuðum þar sem þetta vandamál verður tekið sérstaklega fyrir. „Enda virðist þurfa vitundarvakningu um alvarleika þjófnaðar á höfundaréttarvörðu sjónvarpsefni, sem oft á tíðum tengist peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi.“ Athugasemd: Fyrirvari um hagsmunatengsl. Vísir og Stöð 2 eru systkinamiðlar og lúta sama eignarhaldi. Dómsmál Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Bergþóra Ingólfsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp dóminn en Jón Einar var að auki dæmdur til að greiða eina milljón króna í málskostnað. Er oft talað um sjónræningjastarfsemi þegar starfsemi á borð við þá sem Jón Einar var dæmdur sekur um er til umræðu. Það var Stöð 2 sem höfðaði mál á hendur Jóni Einari. Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir í tilkynningu að í ljósi þess að lögregluyfirvöld og ákæruvald hafa ekki sinnt því lögbundnu hlutverki sínu í þessum málaflokki að rannsaka og gefa út ákærur þegar mál eru líkleg til sakfellingar hafi Stöð 2 ekki séð sér annan kost en höfða einkarefsimál á hendur Jóni Einari. Dæmi um auglýsingu frá Jóni Einari sem hann birti á Facebook. Þarna lofar hann aðgangi að öllu heila klabbinu fyrir tvö þúsund krónur á mánuði, og erfitt sé að keppa við slíkt verð. Héraðsdómur taldi sannað að Jón Einar hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að selja streymisveitu með aðgangi að um 14.800 sjónvarpsstöðvum, þ.m.t. öllum íslenskum sjónvarpsstöðvum, án heimildar rétthafa og gegn óverulegu gjaldi. „Þar með hefði hann með ólögmætum og saknæmum hætti brotið gegn rétti Stöðvar 2 samkvæmt höfundalögum,“ segir Eva. Jón Einar telur sig vera að hjálpa gömlu fólki á Spáni Vísir ræddi við Jón Einar fyrir ári, í tilefni af stefnunni og taldi hann þetta þá harkalega stefnu en hann hugðist láta lögmann sinn um málið. Hann hafnaði því algjörlega að hafa makað krókinn á þessari starfsemi og helst á honum að skilja að hann væri að hjálpa íslenskum pensjónistum að halda sambandi við ættland og móðurmál sitt með starfsemi sinni. „Ég hef verið að hjálpa fólki á Spáni með íslenska sjónvarpið, aðallega með RÚV og erlendar stöðvar. Þetta er bagalegt fyrir gamla fólkið á Spáni, það fær ekki aðgang að íslenska sjónvarpinu. Ég er bara milligöngumaður í þessu hér. Það eru svo margir í þessu á Spáni sem eru að bjóða þessa þjónustu.“ Jón Einar taldi stefnuna ekki gefa rétta mynd af því sem hann væri að gera en héraðsdómur er ekki sammála því. Jón Einar, sem nýtur lífsins á Spáni, fæst við fasteignaviðskipti þar og hefur haft þetta sem aukabúgrein, að selja fólki aðgang að læstum sjónvarpsstöðvum. Hann kaupi búnað og áframseli hann, setji upp búnaðinn fyrir gamla fólkið og rukki vitanlega fyrir sína vinnu. Boða til ráðstefnu á haustmánuðum Í tilkynningu frá Stöðvar 2 kemur hins vegar fram að þetta sé hins vegar litið grafalvarlegum augum. „Málshöfðunin er liður í stefnumörkun Sýnar og Stöðvar2 að verjast með öllum tiltækum ráðum ólöglegri sjóræningjastarfsemi á höfundaréttarvörðu efni,“ segir í tilkynningunni. Eva Georgs Ásudóttir sjónvarpsstjóri. Á haustmánuðum ætlar Stöð 2 að boða til sérstakrar ráðstefnu þar sem sjóræningjastarfsemi, á borð við þá sem dæmt var fyrir í héraði í dag, verður til umfjöllunar. Og er ekki vanþörf á. vísir/eyþór Hefur félagið nýverið gengið til liðs við Nordic Content Protection (NCP), sem eru norræn félagasamtök sjónvarpsiðnaðarins á Norðurlöndum. Þjónusta NCP nær yfir tæknilega ráðgjöf, rannsókn sakamála, samvinnu við lögreglu, bótauppgjör og skýrslugjöf fyrir dómi. „Er ekki vanþörf á. Samkvæmt nýlegri könnun, sem félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) lét gera, nota yfir 30% íslenskra heimila ólöglegar streymisveitur. Mest notkunin á sér stað í aldurshópnum 15-29 ára þar sem 59% nota ólöglega sjónvarpsþjónustu.“ Þá boðar Stöð 2 til ráðstefnu á haustmánuðum þar sem þetta vandamál verður tekið sérstaklega fyrir. „Enda virðist þurfa vitundarvakningu um alvarleika þjófnaðar á höfundaréttarvörðu sjónvarpsefni, sem oft á tíðum tengist peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi.“ Athugasemd: Fyrirvari um hagsmunatengsl. Vísir og Stöð 2 eru systkinamiðlar og lúta sama eignarhaldi.
Dómsmál Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels