Íslensku stelpurnar í undanúrslit eftir stórsigur á Írum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:26 Agnes María Svansdóttir var frábær í dag með fimm þrista og 26 stig á aðeins 28 mínútum. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta var í miklu stuði í dag þegar liðið vann 43 stiga sigur á Írum, 88-45, í milliriðli í B-deild Evrópumótsins. Þetta er næststærsti sigur liðsins í sögunni. Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Íslensku stelpurnar töpuðu naumlega á móti Tékkum í gær en þurftu tuttugu stiga sigur til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Það tókst og gott betur. Þetta er besti árangur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi og þær eiga enn möguleika á að komast upp í A-deild þar sem þrjár efstu þjóðirnar fara upp. Íslensku stelpurnar mæta annað hvort Belgíu eða Hollandi í undanúrslitunum en sigur þar tryggir liðinu sæti í A-deild auk þess að koma þeim í úrslitaleikinn. Írar höfðu unnið Úkraínu í gær og því enduðu Ísland, Írland og Úkraína öll jöfn að stigum. Þessi stórsigur þýðir hins vegar að íslensku stelpurnar tryggðu sér annað sætið og sæti í undanúrslitunum á besta árangrinum í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið tók frumkvæðið með því að vinna fyrsta leikhlutann með sex stigum (22-16) en stakk síðan af með því að vinna annan leikhlutann 23-6. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Stelpurnar máttu samt ekki slaka á því þær þurftu á tuttugu stiga sigri að halda. Þær írsku áttu aldrei möguleika og íslenska liðið spilaði frábæran leik á úrslitastundu. Keflvíkingurinn Agnes María Svansdóttir var mjög öflug með 26 stig á aðeins 28 mínútum en hún hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var einnig með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þórsarinn Eva Wium Elíasdóttir skoraði 21 stig á 24 mínútum og var einnig með 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Anna Lára Vignisdóttir (Keflavík) skoraði 12 stig og Jana Falsdóttir (Njarðvík) var með 7 stig og 3 stoðsendingar. Hekla Eik Nökkvadóttir (Grindavík) var með 5 stig og 6 fráköst. Haukakonan Kristrún Ríkey Ólafsdóttir tók flest fráköst eða tíu talsins auk þess að skora 4 stig. Þetta er næststærsti sigur tuttugu ára landsliðs kvenna frá upphafi en sá stærsti var 84 stiga sigur á Antigua í æfingaferð. Íslenska tuttugu ára landslið kvenna hefur aldrei unnið stærra í keppnisleik. Þjálfari liðsins er Ólafur Jónas Sigurðsson og aðstoðarþjálfarar hans eru Ásta Júlía Grímsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira