UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 11:10 Úr leik gærkvöldsins, sem lauk með 2-2 jafntefli. Vísir/Anton Brink Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð. UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð.
UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira