Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 11:47 Valsmenn fagna öðru marka sinna í gær. Vísir/Anton Brink Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. Öryggisdeild UEFA hefur verið í sambandi við fulltrúa Vals vegna málsins samkvæmt yfirlýsingunni. Málið sé litið alvarlegum augum innan sambandsins. Auk þess hafa Valsmenn átt samtöl við fulltrúa KSÍ og Ríkislögreglustjóra vegna atburða gærkvöldsins. Samkvæmt heimildum Vísis eru Valsmenn ekki spenntir fyrir því að halda út til Albaníu eftir það sem gekk á og líflátshótanir sem stjórnarmönnum, starfsfólki og leikmönnum liðsins bárust á leiknum í gær. Stjórnarmenn og stuðningsmenn Vllaznia létu öllum illum látum þar sem dómari leiksins fékk að finna fyrir því, sem og öryggisvörður á leiknum, sem var laminn í andlitið. Nánar má lesa um málið hér. Yfirlýsingu Vals má lesa í heild sinni að neðan Yfirlýsing vegna leiks Vals og K.F. Vllaznia Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu uppákomur eftir leik Vals og K.F. Vllaznia í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Hlíðarenda í gær. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir hegðun sem þessa sem á auðvitað ekkert skylt við fótbolta. Valur vill jafnframt taka fram að málið hefur verið tilkynnt til UEFA og hefur öryggisdeild sambandsins verið í sambandi við forsvarsmenn okkar í morgun. Okkur hefur verið tjáð að málið sé nú til umfjöllunar þar og sé litið alvarlegum augum. Við bíðum svara. Þá hefur KSÍ verið upplýst um málið og boðið fram aðstoð sína auk þess sem við höfum verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra vegna málsins. Allur fókus okkar Valsmanna er á seinni leikinn sem fer fram í Albaníu þann 18. júlí n.k. Þann leik ætlum við að vinna og fara áfram í næstu umferð keppninnar. Við lítum sem svo á að málið sé komið í réttan farveg og munum ekki tjá okkur frekar um málið. f.h. Knattspyrnufélagsins Vals Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira
Öryggisdeild UEFA hefur verið í sambandi við fulltrúa Vals vegna málsins samkvæmt yfirlýsingunni. Málið sé litið alvarlegum augum innan sambandsins. Auk þess hafa Valsmenn átt samtöl við fulltrúa KSÍ og Ríkislögreglustjóra vegna atburða gærkvöldsins. Samkvæmt heimildum Vísis eru Valsmenn ekki spenntir fyrir því að halda út til Albaníu eftir það sem gekk á og líflátshótanir sem stjórnarmönnum, starfsfólki og leikmönnum liðsins bárust á leiknum í gær. Stjórnarmenn og stuðningsmenn Vllaznia létu öllum illum látum þar sem dómari leiksins fékk að finna fyrir því, sem og öryggisvörður á leiknum, sem var laminn í andlitið. Nánar má lesa um málið hér. Yfirlýsingu Vals má lesa í heild sinni að neðan Yfirlýsing vegna leiks Vals og K.F. Vllaznia Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum urðu uppákomur eftir leik Vals og K.F. Vllaznia í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á Hlíðarenda í gær. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir hegðun sem þessa sem á auðvitað ekkert skylt við fótbolta. Valur vill jafnframt taka fram að málið hefur verið tilkynnt til UEFA og hefur öryggisdeild sambandsins verið í sambandi við forsvarsmenn okkar í morgun. Okkur hefur verið tjáð að málið sé nú til umfjöllunar þar og sé litið alvarlegum augum. Við bíðum svara. Þá hefur KSÍ verið upplýst um málið og boðið fram aðstoð sína auk þess sem við höfum verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra vegna málsins. Allur fókus okkar Valsmanna er á seinni leikinn sem fer fram í Albaníu þann 18. júlí n.k. Þann leik ætlum við að vinna og fara áfram í næstu umferð keppninnar. Við lítum sem svo á að málið sé komið í réttan farveg og munum ekki tjá okkur frekar um málið. f.h. Knattspyrnufélagsins Vals Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri
UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Sjá meira