Ótrúleg mynd virðist sýna kúlu fljúga fram hjá Trump Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 15:01 Trump var skotinn í eyrað. Getty Ljósmyndari New York Times, Doug Mills, var að mynda kosningafund Donald Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta þegar skotárás, sem beindist að Trump, var framin. Mills náði mynd sem virðist sýna byssukúlu fljúga fram hjá Trump. Árásarmaðurinn grunaði hét Thomas Matthew Crooks, en hann er talinn hafa hleypt af um sex eða sjö skotum í átt að Trump. Einn lést og tveir særðust alvarlega. Þá hæfði ein kúlan eyra forsetans fyrrverandi. Síðan skaut skytta bandarísku leyniþjónustunnar Crooks til bana. Michael Harrigan, sem starfaði í tvo áratugi hjá bandarísku alríkislögreglunni og var sérstakur sérfræðingur hennar í skotvopnamálum, telur miklar likur á að myndin sýni kúlu fara fram hjá Trump. Í tístinu hér að neðan má sjá umrædda mynd: A remarkable photo captured by my former White House Press Corps colleague Doug Mills. Zoom in right above President Trump’s shoulder and you’ll see a bullet flying in the air to the right of President Trump’s head following an attempted assassination. pic.twitter.com/FqmLBCytoW— Haraz N. Ghanbari (@HarazGhanbari) July 14, 2024 „Í ljósi aðstæðna, ef þetta er ekki leið kúlunnar í loftinu þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið,“ sagði Harrigan við New York Times. Þrátt fyrir það vill hann meina að líkurnar á að ná ljósmynd sem þessari sé einn á móti milljón. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Mills hafi notast við stafræna myndavél frá Sony, sem getur tekið allt að þrjátíu myndir á sekúndu. Hann hafi tekið myndirnar með mjög hröðum lokunarhraða. Bandaríkin Donald Trump Ljósmyndun Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Árásarmaðurinn grunaði hét Thomas Matthew Crooks, en hann er talinn hafa hleypt af um sex eða sjö skotum í átt að Trump. Einn lést og tveir særðust alvarlega. Þá hæfði ein kúlan eyra forsetans fyrrverandi. Síðan skaut skytta bandarísku leyniþjónustunnar Crooks til bana. Michael Harrigan, sem starfaði í tvo áratugi hjá bandarísku alríkislögreglunni og var sérstakur sérfræðingur hennar í skotvopnamálum, telur miklar likur á að myndin sýni kúlu fara fram hjá Trump. Í tístinu hér að neðan má sjá umrædda mynd: A remarkable photo captured by my former White House Press Corps colleague Doug Mills. Zoom in right above President Trump’s shoulder and you’ll see a bullet flying in the air to the right of President Trump’s head following an attempted assassination. pic.twitter.com/FqmLBCytoW— Haraz N. Ghanbari (@HarazGhanbari) July 14, 2024 „Í ljósi aðstæðna, ef þetta er ekki leið kúlunnar í loftinu þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið,“ sagði Harrigan við New York Times. Þrátt fyrir það vill hann meina að líkurnar á að ná ljósmynd sem þessari sé einn á móti milljón. Fram kemur í umfjöllun New York Times að Mills hafi notast við stafræna myndavél frá Sony, sem getur tekið allt að þrjátíu myndir á sekúndu. Hann hafi tekið myndirnar með mjög hröðum lokunarhraða.
Bandaríkin Donald Trump Ljósmyndun Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira