Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2024 20:05 Ragna Helgadóttir heimasætan í Kjarri og Stáli, sem er orðinn 26 vetra og gefur ekkert eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð. Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels