Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Ritstjórn skrifar 15. júlí 2024 11:03 Kourani er á leiðinni aftur í fangelsi. Vísir Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani var ákærður fyrir að reyna að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Átta ár og 2,25 milljónir króna Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum þann 3. júlí. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp klukkan 11, var Kourani dæmdur í átta ára óskilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða tveimur brotaþolum samtals 2,25 milljónir króna í miskabætur. Þá ber hann allan sakarkostnað, 4,8 milljónir króna. Ekki fyrsti dómurinn Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Síðan þá hefur hann framið slíkan fjölda brota að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd fólks sem fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir, umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Í þeim dómi var tekið fram að Kourani hefði þrisvar áður hlotið refsidóm hér á landi. Vararíkissaksóknari getur andað léttar Þá hefur mál Kouranis vakið talverða athygli eftir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því að Kourani væri sá sem hefði ofsótt hann og fjölskyldu hans um árabil. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi Magnús í færslu á Facebook eftir að greint var frá árásinni í OK Market. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kourani var ákærður fyrir að reyna að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Átta ár og 2,25 milljónir króna Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum þann 3. júlí. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp klukkan 11, var Kourani dæmdur í átta ára óskilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða tveimur brotaþolum samtals 2,25 milljónir króna í miskabætur. Þá ber hann allan sakarkostnað, 4,8 milljónir króna. Ekki fyrsti dómurinn Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Síðan þá hefur hann framið slíkan fjölda brota að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd fólks sem fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir, umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Í þeim dómi var tekið fram að Kourani hefði þrisvar áður hlotið refsidóm hér á landi. Vararíkissaksóknari getur andað léttar Þá hefur mál Kouranis vakið talverða athygli eftir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því að Kourani væri sá sem hefði ofsótt hann og fjölskyldu hans um árabil. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi Magnús í færslu á Facebook eftir að greint var frá árásinni í OK Market.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira