Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 16:04 Trump segir frávísunina aðeins upphafið að endalokum allra dómsmála sem hann stendur í. getty Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira