Fasískir tilburðir í fagnaðarlátum spænska landsliðsins í Madríd Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 13:45 Alvaro Morata fagnaði með látum í Madríd í gær. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Rodri og Alvara Morata leiddu níðsöngva um sjálfstjórnarríkið sunnan Spánar, Gíbraltar, þegar spænska landsliðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum í höfuðborginni Madríd í gær. Forsætisráðherra Gíbraltar segir svívirðilegt að blanda fótboltafögnuði saman við fasistapólitík. Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Sjá meira
Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn