Hefja viðgerðir þó það gæti gosið á næstu dögum eða vikum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 22:01 Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á vegum og stígum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Formaður Grindavíkurnefndar telur það ekki gagnrýnisvert að hefja viðgerðir á vegum í bænum til að flýta fyrir því að Grindvíkingar geti snúið aftur í heimabæ sinn þrátt fyrir að eldgos gæti hafist á svæðinu á næstu dögum eða vikum Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Veðurstofa Íslands gaf út uppfært hættumat í gær þar sem kemur fram að töluverð hætta sé á því að næsta eldgos verði annað hvort í grennd við eða inn í Grindavík. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir þetta ekki koma í veg fyrir að umtalsverðar framkvæmdir hefjist á næstu dögum í bænum. „Breytt hættumat getur auðvitað haft áhrif á framkvæmdir ef að það er metið svo að það þurfi af öryggisástæðum. Á meðan að staðan er eins og hún er núna að þá teljum við að það sé óhætt að fara í þessar viðgerðir.“ Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna Farið verður yfir hvernig öryggismálum og framkvæmdum verður háttað fyrir vikulok með verkteymi en Árni segir verkefnið nokkuð umtalsvert og að kostnaður hlaupi á einhverjum hundruðum milljónum. „Markmiðið er auðvitað að það sé hægt að auka aðgengi að bænum frá því sem nú er en til þess þarf að auka öryggi og við erum að horfa til þess að ráðast í ákveðnar viðgerðir á götum og stígum og loka af svæðum sem við teljum ekki örugg.“ „Við erum hér núna“ Spurður hvort það sé gagnrýnisvert eða óábyrgt að hafa fólk í bænum sem muni vinna við framkvæmdirnar á meðan að hættumatið er talsvert svarar Árni því neitandi. „Nei í sjálfu sér er bærinn ekki lokaður algjörlega eins og dæmi sanna, við erum hér núna. Þeir sem eiga erindi og eru að starfa í bænum geta komið hingað.“ Gæti gerst á næstu dögum eða vikum Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bendir á að kvikusöfnun undir Svartsengi sé núna komin að neðri mörkum þess sem þarf svo að það byrji að gjósa. Virknin virðist vera að færast í suðurátt nær Grindavík og bendir á að sprungur í og við bæinn auki líkur á því þar sem kvikan leitar auðveldustu leiða upp á yfirborðið. „Þannig það gæti gerst á næstu dögum en líkurnar eru kannski á næstu þremur, fjórum vikum. Það voru sem sagt skoðaðar nákvæmar staðsetningar á gosopunum af síðustu gosum og þróunin þar var í raun og veru í suður. Þá vildum við uppfæra hættumatið fyrir Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira