Lygamörður Sigurgeir Pálsson skrifar 18. júlí 2024 11:00 Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar