Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Árni Sæberg og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 18. júlí 2024 16:54 Sprengingin varð í brottfararsal flugvallarins. Vísir/Vilhelm Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. Þetta staðfestir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Greint var frá málinu á mbl.is. Uppfært 18:10 Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að starfsmaður sem var við vinnu, hafi veitt litlum hlut athygli sem hann fjarlægði með töng. Við það hafi hluturinn sprungið, og starfsmaðurinn hlotið minniháttar meiðsli á fingrum. Engar upplýsingar liggi fyrir hvorki um það hver hafi verið þarna að verki, né um tilganginn. Vettvangsvinna sé enn í gangi og ljúki á næsta klukkutímanum. Ekki alveg ljóst hvers konar sprengju er um að ræða Bjarney segir að fyrstu fregnir af vettvangi hermi að um „einhvers konar víti“ hafi verið um að ræða. Víti eru heimatilbúnar sprengjur sem útbúnar eru úr flugeldum. Bjarney segir þó að það hafi ekki fengist staðfest um hvers konar sprengju hafi verið að ræða. Lögregla hafi viðhaft töluvert viðbragð vegna málsins en búið sé að draga úr því. Sprengjusveit Ríkislögreglustjóra sé á vettvangi. Skoða upptökur úr myndavélum Nú sé aðeins unnið að því að tryggja öryggi en rannsókn á málinu sé ekki hafin. Fljótlega verði farið í að skoða umgang um svæðið, sem er brottfarasalur fyrir öryggisleit, og reyna að hafa uppi á þeim sem er ábyrgur. Nóg sé af öryggismyndavélum í flugstöðinni, þó ekki inni á salerninu og því gæti reynst erfitt að hafa uppi á þeim seka. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta staðfestir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Greint var frá málinu á mbl.is. Uppfært 18:10 Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að starfsmaður sem var við vinnu, hafi veitt litlum hlut athygli sem hann fjarlægði með töng. Við það hafi hluturinn sprungið, og starfsmaðurinn hlotið minniháttar meiðsli á fingrum. Engar upplýsingar liggi fyrir hvorki um það hver hafi verið þarna að verki, né um tilganginn. Vettvangsvinna sé enn í gangi og ljúki á næsta klukkutímanum. Ekki alveg ljóst hvers konar sprengju er um að ræða Bjarney segir að fyrstu fregnir af vettvangi hermi að um „einhvers konar víti“ hafi verið um að ræða. Víti eru heimatilbúnar sprengjur sem útbúnar eru úr flugeldum. Bjarney segir þó að það hafi ekki fengist staðfest um hvers konar sprengju hafi verið að ræða. Lögregla hafi viðhaft töluvert viðbragð vegna málsins en búið sé að draga úr því. Sprengjusveit Ríkislögreglustjóra sé á vettvangi. Skoða upptökur úr myndavélum Nú sé aðeins unnið að því að tryggja öryggi en rannsókn á málinu sé ekki hafin. Fljótlega verði farið í að skoða umgang um svæðið, sem er brottfarasalur fyrir öryggisleit, og reyna að hafa uppi á þeim sem er ábyrgur. Nóg sé af öryggismyndavélum í flugstöðinni, þó ekki inni á salerninu og því gæti reynst erfitt að hafa uppi á þeim seka.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira