„Ég hafði í raun engar áhyggjur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 22:27 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði engar áhyggjar þó hans menn væru undir í einvíginu þegar flautað var til hálfleiks. vísir / PAWEL „Auðvitað [líður mér] mjög vel, frábærlega. Við eigum líka leik aftur á sunnudaginn þannig að ég var feginn að þetta fór ekki í framlengingu,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sætan sigur gegn Tikvesh í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu. „Ótrúlega glaður með frammistöðuna, auðvitað grófum við okkur holu með því að fá mark á okkur eftir örfáar mínútur en alvöru karakter. Vorum þolinmóðir, komum mörkunum inn, einu í einu, og kláruðum þetta gegn liði sem ætlaði að grinda þetta út og tefja en það bara fór þeim ekki vel. Þeir eru ágætis fótboltalið þegar þeir koma ofar og spila en mér fannst þeir ekki góðir í blokkinni og ég hafði í raun engar áhyggjur.“ Það voru skiptingar Halldórs sem skiluðu Breiðabliki sigrinum í kvöld. Alltaf ánægjuleg sjón fyrir þjálfara að sjá. „Ég held að þeir hafi verið inn á í þrjátíu sekúndur. Benjamín gefur á Patrik sem gefur á Kristófer sem skorar, það er auðvitað bara draumaskipting. Frábær innkoma, svona viltu að þeir sem komi inn á svari kallinu. Breidd hópsins að skila sér.“ Fara næst til Kósovó Breiðablik mun mæta Drita frá Kósovó í næstu umferð undankeppninnar. Nokkuð kunnugar slóðir fyrir Breiðablik sem hefur oft dregist gegn austur-evrópskum liðum undanfarin ár. „Þessi lið frá Kósovó hafa verið að standa sig vel í Evrópukeppnum og þeir eru bara með hörkulið. Kannski ekkert ósvipuð þessum liðum sem við höfum verið að spila við síðustu ár frá Bosníu, Makedóníu og þessum löndum. Mikið af góðum leikmönnum og öðruvísi leikstíll, sem er alltaf skemmtilegt.“ Þurfa að vinna þrjú einvígi enn til að komast aftur í Sambandsdeildina Breiðablik þarf að vinna tvö einvígi til viðbótar áður en komið verður að umspili um sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. „Auðvitað er leiðin lengri þegar þú ferð þessa Main Path en út af árangri okkar síðustu ára þá erum við í efri styrkleikaflokki, sem eykur möguleika okkur töluvert. Þannig að já, við ætlum auðvitað að gera alvöru atlögu að því að komast í Sambandsdeildina aftur,“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira