„Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júlí 2024 10:00 Guðmundur var leikmaður Hauka hér á landi og eitt tímabil á láni hjá Aftureldingu. vísir / vilhelm Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps. Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita