Samgöngur - Ekki eftir neinu að bíða Hafsteinn Gunnarsson skrifar 20. júlí 2024 09:32 Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun