Strákarnir sprungu út og tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2024 13:00 Íslensku strákarnir fóru hamförum í sókninni gegn Norður-Makedóníu. kkí Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri vann öruggan sigur á Norður-Makedóníu á EM í dag, 116-87. Ísland mætir annað hvort Tyrklandi eða Svartfjallalandi á morgun í úrslitaleik um hvort liðið heldur sér í A-deild Evrópumótsins. Eftir að hafa haft hægt um sig til þessa á mótinu fór Hilmir Arnarson mikinn í leiknum í dag. Hann skoraði þrjátíu stig og hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. Alls var íslenska liðið með fimmtíu prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Norður-Makedóníumenn byrjuðu leikinn betur og voru sex stigum yfir, 14-20, eftir 1. leikhluta. En í 2. leikhluta tóku Íslendingar völdin, unnu hann, 32-18, og leiddu með átta stigum í hálfleik, 46-38. Íslenska liðið fór svo hamförum í 3. leikhluta og skoraði þar hvorki fleiri né færri en 43 stig. Á meðan gerði norður-makedónska liðið 25 stig. Fyrir lokaleikhlutann munaði því 26 stigum á liðunum, 89-63. Spennan var því lítil á lokakafla leiksins og svo fór að Ísland vann 29 stiga sigur, 116-87. Tómas Valur Þrastarson skoraði sautján stig fyrir íslenska liðið og Ágúst Goði Kjartansson fjórtán. Almar Orri Atlason var með tólf stig, Kristján Fannar Ingólfsson tíu og Daníel Ágúst Halldórsson skilaði átta stigum, sjö fráköstum og tólf stoðsendingum. Alls gáfu leikmenn íslenska liðsins 38 stoðsendingar í leiknum en sóknin gekk afar smurt í dag eins og tölurnar bera með sér. Þá skoraði Ísland 37 stig eftir hraðaupphlaup en Norður-Makedónía aðeins þrettán og íslenska liðið fékk 58 stig af bekknum í leiknum í dag. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Ísland mætir annað hvort Tyrklandi eða Svartfjallalandi á morgun í úrslitaleik um hvort liðið heldur sér í A-deild Evrópumótsins. Eftir að hafa haft hægt um sig til þessa á mótinu fór Hilmir Arnarson mikinn í leiknum í dag. Hann skoraði þrjátíu stig og hitti úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum. Alls var íslenska liðið með fimmtíu prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Norður-Makedóníumenn byrjuðu leikinn betur og voru sex stigum yfir, 14-20, eftir 1. leikhluta. En í 2. leikhluta tóku Íslendingar völdin, unnu hann, 32-18, og leiddu með átta stigum í hálfleik, 46-38. Íslenska liðið fór svo hamförum í 3. leikhluta og skoraði þar hvorki fleiri né færri en 43 stig. Á meðan gerði norður-makedónska liðið 25 stig. Fyrir lokaleikhlutann munaði því 26 stigum á liðunum, 89-63. Spennan var því lítil á lokakafla leiksins og svo fór að Ísland vann 29 stiga sigur, 116-87. Tómas Valur Þrastarson skoraði sautján stig fyrir íslenska liðið og Ágúst Goði Kjartansson fjórtán. Almar Orri Atlason var með tólf stig, Kristján Fannar Ingólfsson tíu og Daníel Ágúst Halldórsson skilaði átta stigum, sjö fráköstum og tólf stoðsendingum. Alls gáfu leikmenn íslenska liðsins 38 stoðsendingar í leiknum en sóknin gekk afar smurt í dag eins og tölurnar bera með sér. Þá skoraði Ísland 37 stig eftir hraðaupphlaup en Norður-Makedónía aðeins þrettán og íslenska liðið fékk 58 stig af bekknum í leiknum í dag.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira